Fimmtudaginn 28. janúar kl.20 verður að venju aðaldeildarfundur KFUM á Holtavegi 28. Efni fundarins er Guðsglíman í ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar og Ísaks Harðarsonar og verður það í höndum Ingu Harðardóttur guðfræðings. Sigurbjörn Þorkelsson verður með orð og bæn og Sr. Sigfinnur Þorleifsson flytur hugleiðingu. Ingibjartur Jónsson verður við flygilinn og spilar undir söng en Ársæll Aðalbergsson stjórnar fundinum. Allir karlar velkomnir.