Fundur verður í AD KFUK þriðjudaginn 24.janúar 2017 kl. 20. Yfirskrift fundarins er „Í kyrrðinni“. Þær stöllur Anna Stefánsdóttir, Kristín Sverrisdóttir og Þórdís Klara Ágústdóttir segja frá kyrrðarstarfi í Skálholti.

Stjórn fundarins annast Þórdís og Kristín verður með hugleiðingu.

Þetta verður notalegur fundur við kertaljós og ró í upphafi nýs árs.

Dagný Bjarnhéðinsdóttir spilar á gítar.

Um veitingar og kaffi sér María Sighvatsdóttir.

Við hlökkum til að sjá margar konur á fundinum.