Laugardaginn 10. desember á milli kl. 10-14 mun Jólatréssala Vindáshlíðar í Kjós fara fram.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að upplifa saman vetrarstemningu í Vindáshlíð og styðja við gott málefni í leiðinni. Það er virkilega gaman að velja sér og höggva sitt eigið tré og fá sér svo kaffi og heitt súkkulaði á vægu verði í matskálanum á eftir. Verð fyrir tré óháð stærð þess er 4000 kr. Gott er að taka með sér góða sög.