AD KFUK – fundurinn 29. nóvember kl. 20:00 er með yfirskriftina Draumar í Biblíunni og verður áhugavert að heyra fjallað um þá.

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir sér um efnið en einnig mun Petrína kynna nýútkommna bók sína Salt og Hunang sem í eru íhuganir út frá orðum Biblíunnar fyrir hvern dag ársins.

Gyða Karlsdóttir stjórnar fundinum og kaffiumsjón er í höndum þeirra Oddrúnar U. Jónasdóttur og Nönnu Hansdóttur.

Konur á öllum aldri eru hvattar til að koma og njóta næðisstundar í upphafi aðventu.

Fundurinn fer fram á Aðalstöðvum KFUM og KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík