Dagana 21.-23. okt. fór fram Landsmót ÆSKÞ á Akureyri. Þátttakendur voru um 400 talsins og fóru nokkrar KFUM og KFUK deildir á mótið með rúmlega eitt hundrað þátttakendur. Frábært mót en yfirskriftin var Flóttamenn og fjölmenning en það er mikilvægt að unga kynslóðin kynni sér og þekki aðstæður þess fólks sem leitar skjóls undan stríðsátökum og hörmungum. Við fengum að hlýða á Reem Khattab al Mohammad 19 ára frá Sýrlandi og föður hennar Khattab al Mohammad og Muhammed frá Horizon samtökunum. Reem og Khattab sögðu okkur frá heimaborg sinni Aleppo og það snerti við hverri manneskju að hlýða á frásögn þeirra.

Myndir frá mótinu eru aðgengilegar hér.