Það er gaman að vinna saman fyrir Basar KFUK. Þriðjudaginn 25. október, verður basarvinnukvöld á Holtavegi 28 sem hefst kl. 19:30. Fundurinn verður með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en félagskonur eru hvattar til að koma með basarverkefni sem unnið er að en einnig er hægt að koma með verkefni sem þarfnast aðstoðar þar sem hægt er að fá aðstoð við ýmis verkefni hjá „verkefnislausum“ basarkonum. Hildur Þóra mun sjá um upphafsorð og bæn og hugleiðing er í höndum formanns KFUM og KFUK, Auðar Pálsdóttur.
Konur eru hvattar til að koma og eiga skemmtilega stund saman.