Verndum þau – Skyldunámskeið hjá KFUM og KFUK.

Næsta námskeið verður þriðjudaginn 25. október í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 og hefst kl. 19:00. Námskeiðið fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Verndum þau er haldið á vegum Æskulýðsvettvangsins (ÆV), sem er samstarfsvettvangur KFUM og KFUK, Skátanna, UMFÍ og Landsbjargar.
Nokkur námskeið eru haldin á hverju ári. KFUM og KFUK gerir þær kröfur til allra leiðtoga og starfsmanna (18 ára og eldri) sem vinna með börnum og unglingum á vettvangi félagsins, að þeir hafi sótt þetta námskeið. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 588 8899