Laugardaginn 22. október höldum við Holtavegsdag KFUM og KFUK. Fyrir liggja margvísleg verkefni fyrir ólíka hæfileika og allan aldur. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta. Við byrjum daginn kl. 10 og léttur hádegisverður er í boði fyrir þátttakendur kl. 13.