Þriðjudaginn  4. september var gleðidagur hjá KFUM og KFUK  þegar upphafsstund fyrir leiðtoga var haldin á Holtavegi.  Öllum þeim sjálfboðaliðum sem munu starfa í deildarstarfi félagsins í vetur var boðið.  Í  upphafi samverunnnar fórum við í leiki okkur til skemmtunar og til þess að læra eitthvað nýtt sem við getum notað í starfinu okkar áður en við gæddum okkur á pizzum. Því næst fengu allir alls kyns upplýsingar sem snerta starfið og það sem framundan er í vetur.  Samveruna enduðum við á dagsrkárgerð þar sem leiðtogarnir miðluðu hver til annars og skipulögðu ævintýralega, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir veturinn.

Við erum þakklát Guði fyrir alla þessa sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að vinna í Guðsríki  við að boða fagnaðarerindið og standa fyrir starfi sem leggur áherslu á heilbrigðt félagsstarf  fyrir börn og unglinga.