Stjórn Ölvers hefur tekið ákvörðun um að fresta mæðgna- og mæðginaflokki sem átti að vera helgina 7.-9. september af óviðráðanlegum aðstæðum.

Flokkurinn mun vera haldinn í vor og verður nánari dagsetning og dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Haft verður samband við þær sem hafa skráð sig og fá þær að sjálfsögðu dvalargjaldið endurgreitt.

Við biðjumst velvirðingar á þessu og óskum þess að þær mæður og börn þeirra sem höfðu skráð sig til leiks geti verið með í vor.