Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi. (1. Tím. 4:12)

Dagana 14.-16. september verður námskeiðið Ungt fólk, trú og lýðræði haldið í Glerárkirkju á Akureyri og á Hólavatni. Námskeiðið er haldið af KFUM og KFUK, Glerárkirkju og ÆSKR og er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára. Á námskeiðinu verður fjallað um möguleika ungs fólks til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt og samfélag til hins betra. Stundum skortir okkur æfingu, upplýsingar eða hvata til að þora og vilja standa fyrir málstað sem vekur fólk, ekki bara til umhugsunar í nokkrar mínútur, heldur fær það til að breyta lífi sínu og gjörðum.  Umsjón með námskeiðinu hafa þau Dagný Halla Tómasdóttir, Pétur Björgvin Þorsteinsson og Jóhann Þorsteinsson. Þátttökugjald á námskeiðið er aðeins kr.3.000, en hægt er að skrá sig hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og á http://skraning.kfum.is/ .