Kvennaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð helgina 31. ágúst – 2. september. Yfirskrift helgarinnar er „Kraftur kvenna“. Allar konur á aldrinum 18-99 ára eru hjartanlega velkomnar.  Skráning er í fullum gangi í síma 588-8899 og á skrifstofa@kfum.is og hér á heimasíðunni! Verð aðeins kr. 12.000 með gistingu, dagskrá og fullu fæði.

Dagskrá:
Föstudagur 31. ágúst:
19:00 Kvöldverður
20:00 Guðrún Bjarnadóttir: Haldið í hefðirnar – jurtalitun garns
21:00 Kvöldvaka með Hlíðarsöngvum
22:15 Kvöldkaffi
22:45 Rúna Þráinsdóttir : Kvöldstund í kirkjunni
Laugardagur 1. september
09:00-10:00 Morgunmatur
10:15 Laura Sch. Thorsteinsson: Aukum kraftinn! Uppbygging til anda, sálar og líkama
12:00 Hádegismatur
13:00 Frjáls tími
Berjatínsla,  gönguferðir,  afslöppun og leti
15:30 Kaffi
Brennó, berjatínsla, handavinna og undirbúningur leikrita
17:00 Ingibjörg Sigurðardóttir: Útsaumur og klukkustrengir
18:30 Veislukvöldverður
20:00 Kvöldvaka
Magnea Sverrisdóttir: Konur eru konum bestar
Hannes Guðrúnarson spilar nokkur lög
Hlíðarmeyjar fara á kostum
22:00 Kvöldkaffi
22:30 Kraftur trúarinnar
Sunnudagur 2. september
09:30-10:15 Morgunverður
11:00 Messa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir: Magnaðar mömmur
12:00 Hádegismatur
13:30 Heimferð
Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um nauðsynlegan farangur:
Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, náttföt, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, lítill bakpoki og vatnsbrúsi f. lengri gönguferðir, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, trefill, húfa, vettlingar, buxur, betri fatnaður, sundföt, handklæði, sápa, tannbursti, tannkrem, Biblían, myndavél.

Félagskonur sem þurfa aðstoð vegna aldurs eða fötlunar gefst kostur á að koma í dagsheimsókn í Vindáshlíð gegn hálfu gjaldi.

Verið hjartanlega velkomnar!