Nú er undirbúningur vetrarstarfs KFUM og KFUK í fullum gangi. Að venju verður boðið upp á starf fyrir 9-12 ára undir heitinu yngri deildir, starf fyrir 13-16 ára undir heitinu unglingadeildir og auk þess nokkrar sérdeildir þar sem fengist er við fjölbreytt sérverkefni, bæði fyrir 11-13 ára og eins fyrir 16-18 ára.

Starfið hefst með formlegum hætti vikuna 9.-16. september og líkt og á síðasta ári verða deildirnar líkast til um 40 á nærri 20 mismunandi stöðum. Dagskrár, tímasetningar og upplýsingar um einstakar deildir munu birtast fyrir flesta hópa á vefnum fyrstu viku september.