Í upphafi vikunnar hóf Petra Eiríksdóttir störf í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Petra leysir Hjördísi Rós Jónsdóttur af næsta árið sem annar tveggja æskulýðsfulltrúa félagsins, en Hjördís er nú í fæðingarorlofi.
Petra hefur starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK í Ölveri og sem leiðtogi í æskulýðsstarfi félagsins. Hún hefur einnig starfað í æskulýðsstarfi á vegum Þjóðkirkjunnar frá ungum aldri. Hún tekur sér nú ársleyfi frá starfi sínu sem grunnskólakennari í Ölduselsskóla í Reykjavík.
Við starfsfólk KFUM og KFUK á Íslandi bjóðum Petru hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins við hana.