Í Vatnaskógi eru nú 70 unglingar á aldrinum 14-17 ára í unglingaflokki. Flokkurinn gengur vel fyrir sig og margt hefur drifið á daga unglinganna.

Veðrið hefur reyndar verið þungbúið og það hefur rignt, en það hefur ekki spillt fjörinu. Mikið stuð hefur verið, vatnið hefur mikið verið notað og í gær synti hópur 15 krakka  yfir vatnið (Eyrarvatn), en það eru 700 metrar. Öryggisbátur (björgunarbátur) staðarins fylgdi hópnum eftir.

Í flokknum hefur verið skipulagt vatnafjör, hinn vinsæli leikur orrusta spilaður og mikið verið um spjallstundir, enda sækja krakkarnir mikið í þær. Einnig hefur verið spilað.

Því miður er netlaust í Vatnaskógi og stopult farsímasamband eins og er, og er því miður ekki hægt að birta myndir úr flokknum sem stendur. Myndir eru væntanlegar hingað á heimasíðuna eftir að flokknum lýkur.

Minnt er á símatíma fyrir foreldra alla daga flokksins milli kl.11 og 12, þar sem hægt er að fá samtal við Jón Ómar Gunnarsson forstöðumann flokksins í síma 433-8959.

Með bestu kveðjum úr Skóginum,

Starfsmenn Vatnaskógar