Óvissuflokkur stendur nú yfir í Vindáshlíð. Internetið á staðnum liggur niðri og því hafa fréttir úr flokknum ekki getað borist hingað á heimasíðuna, við biðjumst innilegrar velvirðingar á því. Myndir úr flokknum er að finna hér á síðunni (www.kfum.is/sumarstarf/vindashlid/vindashlid-ljosmyndir/) , og unnið er að því að koma fleirum inn.

Samkvæmt Báru Sigurjónsdóttur forstöðukonu gengur flokkurinn vel fyrir sig, og mikið hefur verið um skemmtun og fjör. Meðal þess sem hefur verið á dagskrá er Survivor – leikur, spennandi brennókeppni, hermannaleikur, náttfatapartý, Amazing Race, ýmsar íþróttir, miðnætur-Sandfellsganga,  að ógleymdri heimsókn frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, sem spjallaði við stelpurnar og svaraði spurningum þeirra. Í gærkvöldi var svo varðeldur kveiktur og sykurpúðar grillaðir.

Í dag er veisludagur í Vindáshlíð með tilheyrandi stemmningu, hátíðarblæ og ljúffengum mat, og í kvöld verður veislukvöldvaka þar sem skemmtiatriði verða alfarið í höndum starfsfólks.

Heimkoma verður svo á morgun, laugardaginn 28.júlí kl.16 á Holtavegi 28.

Með kærri kveðju,

Starfsfólk Vindáshlíðar og Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK