Gærdagurinn 20.júlí hófst á hefðbundin hátt með morgunmat, fánahyllingu og Biblíulestri. Þá var farið í úrslitakeppni í brennó og í ljós kom hverjir keppa við foringjana í dag, veisludag. Í hádegismat var hakk og spagetti og farið var í langa göngu eftir matinn þar sem þær busluðu m.a í ánni. Eftir kaffi fóru þær í heita pottinn. Í kvöldmatinn var grjónagrautur. Um kvöldið var kvöldvaka í boði Lindarvers (Hönnu Lilju, Helenu, Móniku, Önnu Völu, Söndru og Ásu Bríetar).  Þegar stelpurnar voru allar komnar í háttinn voru þær vaktar upp með trommum og söng og haldið var náttfatapartý. Þar var dansað, sungið, leikin töfrabrögð, borðaður ís og hlustað á sögur.  Í morgun fengu þær að sofa pínulítið lengur en í dag höldum við veisludag. Nánari fréttir um hann munu koma í kvöld ;O)

 

 

Veisludagurinn er búinn að vera alveg hreint frábært. Eftir foringjabrennó fengu stelpurnar  hamborgara í hádegismat. Eftir matinn var þeim skipt upp í hópa og skiptust þær á að búa til úti-listaverk, gera skraut fyrir salinn og gera kókoskúlur inn í eldhúsi. Þá var komið að kaffi þar sem þær fengu væna sneið af súkkulaðiköku og að sjálfsögðu kókoskúlurnar. Eftir kaffi var haldið inn í ævuntýraheim. Þar hittu stelpurnar fyrir Hilla hershöfðngja, Gullbrá, Þyrnirós, vonda galdranorn og strump. Þá fóru allir í sparifötin og borðuð var pizza í kvöldmat. Foringjarnir sáu um að skemmta stelpunum á kvöldvöku og fóru alveg á kostum. Stelpurnar fengu síðan popp, uppljóstruðu hver leynivinkona þeirra væri og fóru svo að sofa kátar og glaðar eftir frábæran dag!