Söngleikur á Evrópumóti KFUM

KFUM í Evrópu leitar að áhugasömu ungu fólki til að taka þátt í að flytja söngleikinn Life Spells L-O-V-E á aðalsviði Evrópumóts KFUM í Prag í ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til 1. september 2012.

Það er óhætt að segja að þetta sé einstakt tækifæri til að taka þátt í spennandi fjölþjóðlegu verkefni og taka virkan þátt í að gera Evrópumót KFUM í Prag að stórkostlegri upplifun fyrir alla þá sem þangað koma.

Um er að ræða töluverða skuldbindingu en þátttakendur þurfa að geta tekið þátt í æfingabúðum (líklega í Prag) um mánaðarmótin apríl-maí 2013. Þeir þurfa að mæta til Prag 28. júlí-3. ágúst fyrir lokaæfingar og loks verða sýningar daglega 4.-9. ágúst kl. 20:30.

Nánari upplýsingar og skráning er á: http://www.yefestival.com/life-spells-l-o-v-e eða hjá Ella á þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi, síma 588 8899.