Dagurinn í dag er búin að vera alveg frábær hjá okkur hér í Ölveri. Þessar stelpur eru allar til fyrirmyndar, duglegar, skemmtilegar og yndislegar í alla staði. Morguninn var hefðbundinn og hófst með morgunmat, fánahyllingu og Biblíulestri. Eftir brennó fengu þær kjúklingarétt í hádegismat sem þær borðuðu með bestu lyst. Eftir hádegi fóru þær í ratleik og léku sér úti. Þá var komið að kaffi og fengu þær nýbakaðar bollur og tvær vænar kökusneiðar. Þá var komið að hæfileikakeppni þar sem margar stúlkur stigu á stokk og sýndu listir sínar. Dómararnir voru furðufuglar úr sveitinni sem stálu algjörlega senunni. Í kvöldmatinn var skyr og brauð.  Kvöldvakan var svo í boði Hamravers (Ellýjar, Jóhönnu, Carenu, Hrafnhildar, Silju, Elísabetu og Margrétar). Nú eru bænakonurnar að lesa inn á herbergjunum og allt að verða hljótt í húsinu. Góða nótt.

 

Erla Björg Káradóttir