Í dag var yndislegt veður hér hjá okkur í Ölveri. Eftir morgunmat var haldið áfram með brennókeppni flokksins og fer stelpunum mikið fram með hverjum deginum. Eftir hádegismat var haldin hæfileikakeppni og það var alveg ótrúlegt hvað stelpurnar voru duglegar. Það var sungið, dansað, hlegið og nasirnar hreyfðar. Eftir kaffitímann fóru stelpurnar í íþróttakeppni og síðan fóru þær allar í heita pottinn. Á kvöldvökunni skemmtu stelpurnar í Fjallaveri okkur með leikritum og leikjum. Það var mikið hlegið þegar foringjarnir brugðu á leik og léku leikrit í lok kvöldvökunnar. Þegar stelpurnar voru búnar að fá kvöldhressingu lásu bænakonurnar bænirnar með þeim og allar fóru að sofa. Ró var komin í skálann um 23:30.

Matseðill dagsins:

Morgunmatur. Sama og venjulega

Hádegismatur: kjúklingur á mexíkanska vísu með kartöflum og grænmeti

Kaffitími: Gerbollur og jógúrtkaka

Kvöldmatur: Kakósúpa og brauð

Kvöldhressing: ávvextir

Stelpurnar eru duglegar að leika sér úti, engin vinkonuvandamál og allar glaðar.

Kveðja

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, forstöðukona