Eftir morgunmat, fánahyllingu og biblíulestur fóru stelpurnar í brennó. Í hádegismat var boðið upp á lasagne með grænmeti og heitum brauðbollum. Eftir hádegismatinn var farið niður að á og þar fengu stelpurnar að vaða í ánni. Sumar létu sig hafa það að fara alveg á kaf í ísköldu vatninu. Í kaffitímanum var sungið fyrir afmælisbarn flokksins og hún fékk köku og kórónu. Seinnipartinn var farið í feluleik og stelpurnar hlupu út um allan skóg til að leita að einum foringja. Í kvöldmat var boðið upp á skyr og brauð. Á kvöldvökunni skemmti Hlíðarver stelpunum og stelpurnar tóku vel undir sönginn.

Matseðill:

Morgunmatur: súrmjólk, kornflögur og hafragraut

Hádegismatur: Lasagna, brauð og grænmeti

Kaffitími: Bananabrauð og gulrótarkaka

Kvöldmatur: Skyr og brauð

Kvöldhressing:  ávextir

Eftir kvöldvökuna var náttfatapartý með gríni og mikilli skemmtun. Stelpurnar fóru glaðar og ánægðar að sofa.,,

Með kveðju

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, forstöðumaður