46 flottar stelpur mættu í Ölver í dag í yndislegu veðri. Þetta er hress og skemmtilegur hópur, stelpurnar alveg til fyrirmyndar og margar eru að koma í Ölver í fyrsta sinn.

Við kynntum fyrir þeim staðinn, gengum um svæðið og fórum í leiki til að hrista hópinn saman. Eftir síðdegiskaffið var farið í íþróttahúsið og þar spiluðu  stelpurnar brennó. Eftir kvöldmat var síðan kvöldvaka þar sem stelpurnar úr Hamraveri léku leikrit og skemmtu okkur hinum.

Matseðill dagsins:

Hádegismatur: Sveppasúpa og pizzusneið

Síðdegiskaffi: Gerbollur og súkkulaðikaka

Kvöldmatur: Kjötbollur  með kartöflumús.

Yndislegur dagur að kvöldi kominn og ró er að færast yfir skálann.