Í dag var notalegur dagur hér í Ölveri.  Við spiluðum brennó eftir morgunmat og biblíulestur.  Í hádegismat fengum við svo hakk og spagettí og borðuðu allir vel.  Eftir mat ákváðum við að skella okkur í pollafötin og fara í gönguferð.  Í upphafi gönguferðarinnar sáum við brauðmola við hliðið og ákváðum að elta slóðina sem lá í áttina að fjallinu.  Þegar slóðin hætti fundum við bréf og poka með gúmmelaði og orðsendingu frá tröllavinkonu.  Við gæddum okkur á þessum góðu kökum og klifrðum svo uppá fjall.  Stelpur og starfsfólk höfðu gott af þessari göngu og komum við allar endurnærðar til baka.  Eftir kaffi héldum við svo hæfileikakeppni, þar sem stelpurnar létu heldur betur ljós sitt skína með alveg frábærum atriðum.  Deginum lauk svo á kvöldvöku í umsjá Skógarvers.  Ró var komin á hér í Ölveri um miðnætti.

Kveðja

Ölversgengið