Þegar hafist var handa við nýbyggingu á Hólavatni ákvað stjórn sumarbúðanna að láta gera fallega penna í öskju sem merktir yrðu með ártali. Á öskjunni er áletrun sem segir „Sumarbúðirnar Hólavatni – með þökk fyrir veittan stuðning“ og á hverjum penna stendur svo Hólavatn og ártal. Einn penni var framleiddur fyrir hvert ár sem liðið er í sögu sumarbúðanna frá 1965 til 2012. Af þessum 48 pennum eru aðeins fimmtán ártöl óseld en verðið fyrir hvern penna er samsvarandi dvalargjaldi í einn flokk og var það hugsað sem táknrænn þakklætisvottur og tækifæri fyrir gamla Hólvetninga og aðra velunnara að þakka fyrir gamla tíma og greiða á nýjan leik fyrir dvöl sem vonandi skyldi eftir góðar og ljúfar minningar.

Lágmarksverð fyrir penna er því 19.900 krónur eða sem samsvarar dvöl í þriggja daga Frumkvöðlaflokk í sumar. Að sjálfsögðu er það verð til viðmiðunar en margir hafa greitt hærri upphæð fyrir og er það að sjálfsögðu velkomið. Þau ártöl sem enn eru óseld eru 1968, 1973, 1976, 1977, 1978, 1979, 1981, 1983, 1984, 1986, 1992, 1994, 1999, 2002 og 2003.

Þeir sem hafa áhuga fyrir því að styrkja nýbyggingarsjóð Hólavatns og hjálpa okkur við að klára fjármögnun á þessu gríðarstóra húsi sem nú þegar hefur verið tekið í notkun geta haft samband við Jóhann Þorsteinsson á netfangið johann(@) kfum.is eða hringt í síma 699-4115. Hægt er að ganga frá greiðslu inn á reikning Hólavatns 0565-26-30525 kt. 510178-1659.