Nokkrar stúlkur prófuðu vatnakúlunaÞað voru glaðar og spenntar stúlkur sem stigu upp í rútuna við Sunnuhlíð í morgun. Sumar þeirra höfðu lítið sofið um nóttina vegna spennings yfir komandi viku á Hólavatni.

Fyrsti dagurinn byrjaði vel. Eftir að stúlkurnar komu sér fyrir og fengið stutta kynningu sínu nánasta umhverfi hófst sumarbúðafjörið. Hóphristings- og boltaleikir í lautinni, vatnabusl, bátaferðir og vatnahlaup í “hamstrakúlu” er meðal þess sem þær hafa afrekað í dag. Í kvöld stefnum við á kvöldvöku að hætti Hólavatns.

Hér eru allir flottir.

kveðja

Sólveig forstöðukona.