Við vöknuðum um 9 í morgun í glampandi sól og blíðu. Dagurinn hófst á morgunmat, fánahyllingu og Biblíulestri áður en við spiluðum brennó. Í hádeginu borðuðum við pylsur úti í laut áður en við fórum í gönguferð niður að á. Við ána áttum við yndislega stund, stelpurnar óðu í ánni, máluðu steina og málverk. Við drukkum svo við ána áður en við héldum heim á leið. Eftir kaffi fórum við allar í heita pottinn, sem er heldur betur vinsæll hjá öllum, og útbjuggum skartgripi. Kvöldvakan okkar var í umsjá Skógarvers og Lindarvers. Þreyttar og sælar stelpur voru allar komnar í ró um 11.
Stelpurnar ykkar eru alveg einstakar, það er svo mikil gleði hér og þær eru svo flottar í öllu sem þær gera og ekkert vesen. Spurning um að hafa þær bara hér hjá okkur í allt sumar
Bjóðum góða nótt héðan úr Ölveri
Petra Eiríksdóttir