Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um þátttöku í ráðstefnu sem KFUM í Evrópu heldur í Istanbúl í október.

Nafn viðburðar: Where West Meets East
Skipuleggjandi: KFUM í Evrópu
Dagsetning: 15. – 20. október 2012
Staðsetning: Istanbúl, Tyrklandi
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 2
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 40 €.
Aldurstakmörk: 22 – 30 ára.
Nánari upplýsingar:
Ráðstefnan er hluti af ráðstefnuröð sem kallast Catch the Vision sem KFUM í Evrópu hefur staðið fyrir um árabil. Hún er fyrir ungt fólk innan KFUM og KFUK í Evrópu. Áhersla verður í þetta sinn lögð á frið, jafnrétti og lýðræði í bland við kristna trú. Einnig verður kynnst störfum KFUM í Tyrklandi.
Leiðtogar frá KFUM og KFUK á Íslandi hafa farið áður á Catch the Vision, bæði í Armeníu árið 2010 og í Albaníu árið 2008 og hafa leiðtogarnir komið ánægðir til baka.
Flug til og frá Istanbúl ásamt fæði og gistingu er að fullu greitt fyrir þátttakandann. Eini kostnaður sem fellur á þátttakanda er 40 € þátttökugjald.
Sjá nánar: http://www.ymcaeurope.com/where-west-meets-east-2012

ATH! Vegna forfalla erum við núna að leita að strák til að taka þátt. Umsónarfrestur rennur út 17. ágúst 2012.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á ráðstefnuna. Líklegt er að félagið á Íslandi fái 1-2 sæti á ráðstefnunni eins og undanfarin ár en endanleg ákvörðun um hvort við getum sent fulltrúa er þó í höndum skipuleggjenda ráðstefnunnar hjá KFUM í Evrópu.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband með tölvupósti á birgir@kfum.is.

Umsókn um þátttöku í ráðstefnunni

[form utlond]