Kaldársel - panoramaTilkynning frá stjórn Kaldársels:

Næsta mánudag, 28. maí 2012 kl.13-18 verður vinnudagur í Kaldárseli.

Þá ætlum við öll að mæta í vinnugallanum og taka til hendinni við hin ýmsu verk sem þarf að sinna fyrir sumarið. Þú kemur með góða skapið og vinnuandann og við sjáum um verkefni og hressingu handa þér.

Mæting beint í Kaldársel – aðeins 10 mínútna akstur frá Hafnarfirði. Sjá leið á korti hér: http://ja.is/kort/#x=360122&y=400364&z=5

Allir velkomnir, sjáumst!