Evrópuþing KFUM er haldið árlega og þar fer fram aðalfundur Evrópusambands KFUM. Þingið er að þessu sinni haldið í Prag í Tékklandi og hófst í dag og stendur yfir dagana 16.-20. maí.

Fulltrúi KFUM og KFUK á þinginu er Birgir U. Ásgeirsson (25 ára), en hann er í framboði til stjórnar Evrópusambands KFUM,  tilnefndur af stjórn KFUM og KFUK  Íslandi. Auk Birgis eru Tinna Rós Steinsdóttir og Unnar Freyr Erlendsson á vegum KFUM og KFUK á Íslandi á Evrópuþinginu, en þau eru að taka þátt í YES – fundi (YMCA Europe Spectrum) sem fer fram samhliða þinginu og er ætlaður fyrir fólk undir 30 ára aldri.

Peter Posner lætur nú af störfum sem forseti Evrópusambands KFUM, en hann heimsótti KFUM og KFUK á Íslandi árið 2009, þegar stjórn Evrópusambands KFUM fundaði hér á landi.

KFUM og KFUK á Íslandi óskar fulltrúum sínum á þinginu góðs gengis.