Undirbúningur fyrir komandi sumar í öllum fimm sumarbúðum KFUM og KFUK, Ölveri, Vatnaskógi, Hólavatni, Kaldárseli og Vindáshlíð  er nú í fullum gangi, og einnig fyrir leikjanámskeið KFUM og KFUK, sem verða á fjórum stöðum í sumar.

Fjölmörg börn hafa þegar verið skráð í dvalarflokka í sumarbúðum og á leikjanámskeiðin, en enn eru laus pláss.

Ótal ævintýri, fræðsla og skemmtilegar samverustundir bíða þátttakenda, þar sem leitast er við að allir finni eitthvað við sitt hæfi og njóti sín.

Skráning í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK fer fram í síma 588-8899, á skraning.kfum.is . Hægt er að senda tölvupóst á skrifstofa@kfum.is með beiðni um skráningu eða hvers kyns upplýsingar.

Hægt er að skipta greiðslum á dvalargjöldum, en upplýsingar um slíkt eru einnig veittar í síma 588-8899.

Flokkaskrár allra sumarbúðanna og leikjanámskeiða er að finna hér á heimasíðunni.

Verið velkomin  – gleðilegt sumar!