Næsta sunnudag, 29. apríl, verður síðasta sunnudagssamkoma vetrarins haldin í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl.20. Yfirskrift samkomunnar er: „Guð snýr öllu til góðs” (Sálm 126) – Þeir sem sá með tárum munu uppskera með gleðisöng. Séra Ólafur Jóhannsson verður ræðumaður kvöldsins.

Hljómsveitin Tilviljun? stjórnar samkomunni, syngur og leikur tónlist af sinni kunnu snilld. Snorri Waage og Kristín Skúladóttir verða samkomuþjónar.

Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að njóta síðustu sunnudagssamkomu vetrarins og eiga gott samfélag að henni lokinni.

Sérstök sunnudagssamkomunefnd stendur fyrir undirbúningi og skipulagi sunnudagssamkoma KFUM og KFUK. Nefndinni, ásamt þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum til samkomanna með einum eða öðrum hætti, eru færðar kærar þakkir fyrir veturinn og ómetanlegt framlag sitt.