Næsta sunnudag, 22. apríl, verður sunnudagssamkoma á Holtavegi 28 kl. 20.

Yfirskrift samkomunnar er: „Mig mun ekkert bresta“  (Sálm. 23)

Gleðisveitin stjórnar samkomunni, leiða fjörugan söng og leika á hljóðfæri. Samkomugestir eru hvattir til að taka undir. Séra Guðni Már Harðarson verður ræðumaður samkomunnar, og Sigrún og Hörður verða samkomuþjónar
Tæknimaður verður Gylfi Bragi.

Allir eru hjartanlega velkomnir!