Um helgina setur fjöllistahópurinn Ten Sing – Iceing upp stórskemmtilega leiksýningu sem ber heitið „Allt í plati“ og er ætluð börnum (fullorðnir hafa þó einnig gaman af henni). Leikritið fjallar um hina frægu Línu Langsokk sem að galdrar til sín hinar ýmsu persónur úr sögu- og leikheiminum. Má þar nefna Lilla Klifurmús og Mikka ref, já og ræningjana slægu úr kardimommubæ ásamt fleirum frábærum persónum!

Fyrsta sýningin á verkinu verður laugardaginn 21. apríl klukkan 16:00 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Á sunnudaginn 22. apríl klukkan 18:00 verður seinni sýning helgarinnar á sama stað.

Við hvetjum ykkur öll til þess að láta þessa sýningu EKKI framhjá ykkur fara! Verð á sýninguna eru 500 kr. fyrir börn undir 13 ára. Fyrir 13 ára og eldri kostar 1.000 kr.

TenSing er fjöllistahópur fyrir eldri unglinga í starfi KFUM og KFUK á Íslandi og hittist reglulega í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28.