TenSing á Evrópumóti
Nú um þessar mundir er fjöllistahópurinn Ten Sing – Iceing, sem er hluti æskulýðsstarfs KFUM og KFUK á Íslandi,  að setja upp stórskemmtilega leiksýningu sem ætluð börnum (fullorðnir hafa þó einnig gaman af henni). Leikritið fjallar um hina frægu Línu Langsokk sem að galdrar til sín hinar ýmsu persónur úr sögu- og leikheiminum. Má þar nefna Lilla Klifurmús og Mikka ref, já og ræningjana slægu úr kardimommubæ ásamt fleirum frábærum persónum!

Laugardaginn 21. apríl klukkan 16:00 er frumsýning í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Sunnudaginn 22. apríl klukkan 18:00 er seinni á þessu bráðskemmtilega leikriti á sama stað.  

Við hvetjum ykkur öll til þess að láta þessa sýningu EKKI framhjá ykkur fara ! Á sýninguna sem heitir þvi skemmtilega nafni Allt í plati mun kosta 500 kr. fyrir börn undir 13 ára og fyrir 13 ára og eldri kostar 1.000 kr.

Veitingasala verður á sýningunum.

Hlökkum til að sjá ykkur ölll !! 😀

Kveðja,

Ten Sing- hópurinn