Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi verður haldinn laugardaginn 14. apríl í húsi félagsins að Holtavegi 28, Reykjavík.

Allir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi eru boðnir formlega á fundinn og eru hjartanlega velkomnir.

Aðalfundurinn er mikilvægur vettvangur til umræðna um starf og málefni félagsins, og einnig æðsta vald þess. Félagsfólk er því sérstaklega hvatt til að sækja fundinn, sem er einn stærsti árlegi viðburður félagsins, og taka þátt í fundarstörfum. Skráðir félagar sem greitt hafa árgjald félagsins hafa kosningarétt í stjórnarkjöri á fundinum, en hægt verður að ganga frá greiðslum árgjalda við inngang á fundinn. Húsið opnar kl.10:30, en fundurinn hefst kl.11 með ávarpi og setningu formanns, Tómasar Torfasonar.

Dagskrá fundarins stendur yfir til kl.16, en hana má finna í heild sinni hér fyrir neðan. Boðið verður upp á góðar veitingar á meðan á fundinum stendur. Verið hjartanlega velkomin.

 

Dagskrá

 

10:30                    Kjörgögn afhent – heitt á könnunni.

 

11:00                   Ávarp formanns, Tómasar Torfasonar, og setning aðalfundar.

Hugleiðing og bæn: sr. Jóna Hrönn Bolladóttir

Elena Romanenko, sjálfboðaliði frá Úkraínu, leikur verk á píanó.

 

 

11:30-16:00              Aðalfundarstörf:

a)    Kosning fundarstjóra og fundarritara.

b)    Starfsskýrsla stjórnar.

c)    Ungmennaráð KFUM og KFUK kynnir umræður frá fyrsta landsþingi unga fólksins sem fram fór í febrúar 2012.

d)    Ávarp Erlends Kristjánssonar, deildarstjóra íþrótta- og æskulýðsmála í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

e)    Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar.

f)     Fjárhags- og starfsáætlun 2012 kynnt og lögð fram til samþykktar.

g)    Stjórnarkjör.

h)    Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

i)     Ákvörðun árgjalds.

j)      Önnur mál.