Í kvöld, fimmtudaginn 12. apríl verður fundur hjá AD KFUM í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík, kl. 20.

Efni kvöldsins verður í umsjá Davíðs Arnar Sveinbjörnssonar, sem fjallar um réttarhöldin yfir Jesú frá sjónarhóli lögfræðinnar.

Hugvekju flytur Sveinbjörn Gizurarson, lyfjafræðingur, og Ársæll Aðalbergsson stjórnar fundinum.

Að venju verður boðið upp á kaffiveitingar að fundi loknum. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.