Skráning er nú í fullum gangi í sumarbúðir og leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir komandi sumar.

Nú hafa yfir 1000 börn verið skráð í sumarbúðir félagsins, Vatnaskóg, Ölver, Kaldársel, Hólavatn og Vindáshlíð, og leikjanámskeið í Hjallakirkju og Háteigskirkju.

Spennandi sumar er framundan með ótal skemmtilegum samverustundum og vandaðri dagskrá í fallegu umhverfi sumarbúðanna, þar sem undirbúningur stendur sem hæst.

Hægt er að ganga frá skráningum í síma 588-8899, með netskráningu á skraning.kfum.is eða með því að koma í hús félagsins á Holtavegi 28, Reykjavík, eða Sunnuhlíð 12, Akureyri.