Sunnudaginn 1.apríl verður að venju sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: „„Óslitin sigurganga?“ (2. Kor.2: 14-17). Ræðumaður samkomunnar verður Ólafur Jóhannsson. Samkomuþjónar verða þau Maja og Auðunn. Eftir samkomuna verður sælgætis-og gossala KSS opnuð og gestir eru hvattir til að eiga saman góða og notalega stund. Allir eru hjartanlega velkomnir.