Vorferð - kynningÍ dag fer hópur af börnum á aldrinum 9-12 ára í vorferðir yngri deilda KFUM og KFUK. Um er að ræða sólarhringsferð og farið verður í þrennar sumarbúðir, Vindáshlíð, Ölver og Vatnaskóg.

Ferðirnar eru skipulagðar fyrir 9-12 ára stráka og stelpur sem taka þátt í deildarstarfi KFUM og KFUK og markar ferðin lokin á spennandi og skemmtilegum vetri. Leiðtogar úr deildarstarfi KFUM og KFUK sjá um dagskrána í samráði við börnin. Á dagskrá verður m.a. kvöldvaka, íþróttir, leikir, gönguferð, samverur, skógarferðir og margt, margt, fleira.

Þátttakendur þurfa að taka með peninga fyrir mótsgjaldi, íþróttaföt, inniskó, náttföt, svefnpoka, tannbursta og tilheyrandi, góðan og hlýjan útivistarfatnað og gott skap! Þau börn sem hafa ekki nú þegar skilað inn leyfisbréfi þurfa að gera það við brottför.

Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum í starfi KFUM og KFUK og hjá æskulýðsfulltrúum KFUM og KFUK á Holtavegi, s. 588-8899.

Hér má nálgast kynningarbækling og leyfisbréf fyrir ferðina: 2012 – Vorferð – upplýsingabæklingur

Brottför frá KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg í Reykjavík verður kl. 17:30 á föstudaginn og heimkoma á sama stað um kl. 17:00 á laugardaginn. Brottför og heimkoma frá Suðurnesjum og Hveragerði hefur verið auglýst í viðkomandi deildarstarfi.