Kaldársel - myndKlukkan 12 á hádegi í dag, laugardaginn 24. mars hefst skráning í sumarbúðir og leikjanámskeið KFUM og KFUK. Um leið verða Vorhátíðir í húsum félagsins bæði á Holtavegi 28 í Reykjavík og í Sunnuhlíð 12 á Akureyri.

Á Holtavegi opnar húsið kl.11:30, en þá verður hægt að taka númer fyrir afgreiðsluröð. Í Sunnuhlíð opnar húsið kl.12. Einnig er hægt að ganga frá skráningum í síma 588-8899 og með netskráningu á skraning.kfum.is . Athugið að ef netskráning er gerð, þarf að ganga frá greiðslu með kreditkorti samtímis, til að skráningin gangi í gegn.

Hægt er staðgreiða, greiða með millifærslu eða dreifa greiðslum á kreditkort með VISA-lánum í þrjá til átta mánuði (með vöxtum samkvæmt skilmálum Valitor)

Hér á heimasíðunni er að finna allar upplýsingar um sumarbúðir og leikjanámskeið KFUM og KFUK.

Á Vorhátíðunum, sem standa frá kl.12-15, verður boðið upp á fjölmargt skemmtilegt. Hoppukastalar, andlitsmálun, leikjahorn, föndur, candy-floss verður í boði, og einnig veitingasala.

Verið hjartanlega velkomin!