Starfsfólk Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK hefur nú hafið sölu á ljúffengum heimabökuðum sörum, sem fjáröflun vegna námsferðar starfsfólksins til Finnlands í apríl. Hægt er að kaupa 30 stk. (um 350 g) á kr. 2500. Tekið er við pöntunum í síma 553-3038 eða á netfanginu leikskoli@kfum.is. Félagsfólk er hvatt til að styðja við bakið á starfsfólki Vinagarðs og styrkja fjáröflun þeirra og námsferð með þessum hætti og um leið verða sér úti um gómsætar sörur.