Í kvöld, fimmtudaginn 15. mars verður AD KFUM-fundur á Holtavegi 28, Reykjavík.

Efni fundarins, „Líf og starf Maríusystra“ verður í umsjá Ómars Kristjánssonar framkvæmdastjóra. Ómar mun vera með glæsilega myndasýningu og erindi, auk hugvekju.

Stjórnun fundarins verður í höndum Kára Geirlaugssonar. Boðið verður upp á kaffi og kaffiveitingar að fundi loknum að venju. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.