Gjafabréf í sumarbúðir

Viltu gefa góða gjöf?  Besta gjöfin er frábær upplifun.

KFUM og KFUK hafa til sölu gjafabréf í sumarbúðir félagsins á Hólavatni, í Kaldárseli, Vatnaskógi, Vindáshlíð og í Ölveri.

Þú ræður sjálf/ur hversu há upphæð gjafabréfsins er.  Upphæð gjafabréfsins gengur síðan upp í dvöl í sumarbúðunum og gildir gjafabréfið í þrjú ár frá útgáfudegi.

Dvöl í sumarbúðunum er einstök upplifun. Þar fá krakkar og unglingar tækifæri til að skemmta sér í náttúrunni, leika sér, stunda íþróttir, eignast góða vini, læra um Guð, þroska hæfileika sína og umfram allt eiga góðar stundir.