Í kvöld, þriðjudaginn 6. mars  kl.20 verður kristniboðssamkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, í tilefni Kristniboðsviku sem nú stendur yfir. Samkoman kemur í stað hefðbundins AD KFUK-fundar.

Samkoman hefur yfirskriftina „Ef þeir vissu hvað til friðar heyrir“. Ræðumaður kvöldsins verður Skúli Svavarsson, sem mun fjalla um kristniboð í Japan.

Tæknimaður á samkomunni verður Þorsteinn Arnórsson.

Allir eru hjartanlega velkomnir.