Í kvöld, sunnudaginn 4. mars kl.20, verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík.  Samkoma kvöldsins verður kristniboðssamkoma, í tilefni þess að í dag hófst árleg Kristniboðsvika Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

Samkoma kvöldsins hefur yfirskriftina „Fagurt fótatak“ og ræðumaður verður Haraldur Jóhannsson sem  fjallar um kristniboðsstarf heimavið. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta og eiga góða kvöldstund saman á Holtaveginum.

Dagskrá Kristniboðsvikunnar, sem stendur yfir 4. – 11. mars, er að finna á www.sik.is .