Alþjóðlegur bænadagur kvenna fer ár hvert fram fyrsta föstudag í mars.  Markmið bænadagsins er að stuðla að réttlátari og friðsamlegri heimi með því að miðla upplýsingum um kjör kvenna, barna og karla í fjarlægum löndum og mynda alþjóðlega bænakeðju á þessum fyrsta föstudegi í mars ár hvert.

Einkunnarorð þessarar alþjóðlegu kvennahreyfingar eru: „Upplýst bæn – bæn í verki“.

Föstudaginn 2.mars verða samkomur í tilefni Alþjóðlega bænadagsins í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, kl.20 og á sama tíma í húsi KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri.

Efni kvöldsins kemur frá Malasíu:  Látum réttlætið sigra.

Að samkomunni lokinni verður boðið upp á kaffi og kaffimeðlæti.

Allir eru hjartanlega velkomnir.