Sunnudagskvöldið 26. febrúar verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi.

Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: “Allt öðrum að kenna” (II. Mós. 4:3-7). Ræðumaður kvöldsins er Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Stjórnun og tónlistarflutningur samkomunnar er í höndum Hilmars Einarssonar og félaga. Snorri og Kristín verða samkomuþjónar. Að samkomu lokinni eru gestir hvattir til að eiga saman góða og notalega stund.

Allir eru hjartanlega velkomnir!