Í kvöld var boðið til hátíðar- og inntökufundar KFUM og KFUK á Íslandi. Á fundinum voru 28 einstaklingar boðnir velkomnir í aðaldeildir félagsins þó ekki gætu öll verið viðstödd. Þá var Helga K. Friðriksdóttir gerð að heiðursfélaga KFUM og KFUK, en hún hefur gegnt lykilhlutverki í undirbúningi og framkvæmd basars KFUK í 50 ár, en hún kom fyrst að undirbúning basarsins er hún var 18 ára gömul.

Á fundinum var auk þess boðið upp á glæsilegan kvöldverð í umsjón Hreiðars Arnar Zöega Stefánssonar, Þóra Björg Sigurðardóttir og Haraldur Örn Harðarson sýndu dans, hljómsveitin Tilviljun? lék tvö lög og karlakór KFUM og KFUK tók lagið. Stjórn kvöldsins var í höndum Laura Sch. Thorsteinsson og Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju flutti hugleiðingu.

Myndir frá kvöldinu má sjá á http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157629349602385/

Til kynningar á starfi Helgu K. Friðriksdóttur fyrir félögin, var leitað til Astridar Hafsteinsdóttur dóttur Helgu og Halldórs sonar Astridar um að lesa nokkur minningarbrot um basarstarfið. Hægt er að hlusta á frásögn þeirra hér fyrir neðan.

Helga K. Friðriksdóttir heiðruð from KFUM og KFUK on Vimeo.