Brennómót yngri deilda

  • Mánudagur 13. febrúar 2012
  • /
  • Fréttir

Brennómót YD 2012 - SigurvegararBrennómót yngri deilda KFUM og KFUK var haldið í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda sunnudaginn 12. febrúar. 43 krakkar mættu til leiks í 6 liðum og áttu góðar stundir saman. Eftir skemmtilegt mót stóðu stelpurnar í liðinu „Frelsisstyttunum“ uppi sem sigurvegarar en þær komu úr KFUK deildinni í Aflagranda í Vesturbæ og frá KFUM og KFUK deildinni í Bústaðakirkju.