Í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar, verður fundur hjá AD KFUM í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík, kl.20.

Yfirskrift fundarins er að þessu sinni: „Litið niður og til baka – horft upp og fram á veginn“, en gestur kvöldsins verður Geir Jón Þórisson fráfarandi yfirlögregluþjónn, sem hefur umsjón með efni og hugvekju kvöldsins.

Sigurbjörn Þorkelsson stjórnar fundinum.

Að fundi loknum verður að venju boðið upp á kaffi og ljúffengar kaffiveitingar gegn vægu gjaldi.

Allir karlmenn á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að eiga góða og uppbyggilega kvöldstund saman.